Hann hafi greitt iðgjöld til sjóðsins sem nema iðgjaldagreiðslum af fullu starfi í 15 ár eða meira og ekki greitt iðgjald til annars sjóðs eftir að greiðslum til þessa sjóðs lauk.
Félagsmenn í stéttarfélögum, sem samkvæmt ákvæðum laga nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og laga nr. 16/1965, um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna, hefðu átt skylduaðild að þessum sjóðum, skulu eiga rétt til aðildar að A-deild sjóðsins þar til samið hefur verið um lífeyrissjóðsaðild fyrir þessa starfsmenn, þó svo að ákvæði 1. og 2. mgr. 3. gr. laganna taki ekki til þeirra, og skulu launagreiðendur þeirra þá greiða iðgjald þeirra vegna til sjóðsins samkvæmt ákvæðum 13. gr. laganna.