Ákvarðanir um þátttöku sjóðsins í fjármögnun, svo sem hlutafjárkaupum, lánveitingum sjóðsins, veitingu styrkja og ábyrgða og ákvarðanir um tryggingar og lánakjör.
Að taka að sér að tryggja lán er bankar eða aðrar lánastofnanir veita innlendum framleiðendum vöru eða þjónustu til fjármögnunar á útflutningslánum sem veitt eru eða útveguð erlendum kaupendum.
Að selja ábyrgðir fyrir þjónustu sem íslenskir aðilar veita erlendis. Einnig að tryggja verkábyrgðir innlendra aðila vegna framkvæmda sem fara að umfangi yfir þau viðmiðunarmörk sem gera opinberar framkvæmdir útboðsskyldar á Evrópska efnahagssvæðinu.